Þegar eitthvað er öðruvísi en maður hélt
Á laugardagskvöldið fór ég í tvítugsafmæli til Elsu vinkonu minnar. Afmælið byrjaði um hálfníuleytið í rólegum gír og endaði í svaka fjöri um nóttina. Þá vorum við vinkonurnar ekki ennþá á því að fara heim og fórum því niður í bæ. Þetta var mín fyrsta skemmtistaðaferð og er henni lýst svona:
Labb labb. Stopp fyrir utan Prikið, þar sem allir MR-ingarnir áttu að vera. Meira stopp, kalt á tánum og rigning. Leiðinlegur dyravörður hleypti örugglega 20 manns inn VIP á meðan við stóðum beint fyrir framan hann. Einhver úr Quarashi kom með fullt af vinum sínum, þeir fóru allir inn, einnig á meðan við stóðum beint fyrir framan dyrnar. Jæja... Jeij, inn fórum við. Þekktum engan, leiðinleg tónlist og vond lykt, fullt af ofurölvum. Út. Hringdum í Aron, biðum í 20 mínútur eftir honum og svo heim. Skemmtilegt að segja frá því að sem ég stóð á Laugaveginum og beið mundi ég allt í einu eftir pillunni. Þá kom maður og spurði eftirvæntingarfullur hvort ég væri með dóp..
Já, bærinn mun ekki freista mín að nýju í bráð. Leiðinlegt að enda skemmtilegt kvöld á vonbrigðum.
Labb labb. Stopp fyrir utan Prikið, þar sem allir MR-ingarnir áttu að vera. Meira stopp, kalt á tánum og rigning. Leiðinlegur dyravörður hleypti örugglega 20 manns inn VIP á meðan við stóðum beint fyrir framan hann. Einhver úr Quarashi kom með fullt af vinum sínum, þeir fóru allir inn, einnig á meðan við stóðum beint fyrir framan dyrnar. Jæja... Jeij, inn fórum við. Þekktum engan, leiðinleg tónlist og vond lykt, fullt af ofurölvum. Út. Hringdum í Aron, biðum í 20 mínútur eftir honum og svo heim. Skemmtilegt að segja frá því að sem ég stóð á Laugaveginum og beið mundi ég allt í einu eftir pillunni. Þá kom maður og spurði eftirvæntingarfullur hvort ég væri með dóp..
Já, bærinn mun ekki freista mín að nýju í bráð. Leiðinlegt að enda skemmtilegt kvöld á vonbrigðum.