miðvikudagur, janúar 26, 2005

Anna fyndna

Í gær sagði Ómar mér að hann væri að fara að læra hjálp í viðlögum í læknisfræðinni. Ég söng þá fyrir hann viðlagið í Popplagi í g-dúr og spurði svo hvort hann kynni það í alvöru ekki. Svo fór ég að ímynda mér að prófessorarnir hefðu rosalegar áhyggjur af viðlagakunnáttu nemenda sinna og hefðu því ákveðið að bæta við námskeiði þar sem þeir kenndu krökkunum öll helstu viðlög í íslenskum dægurlögum. Ég hló með sjálfri mér.