Ég mæli með..
..góðri pásu á milli lestrartarna. Ég er búin að finna hina fullkomnu pásu: Byrjað er á að koma sér vel fyrir í skrifborðsstólnum, rúminu, sófanum eða á öðrum þægilegum stað. Stóru heyrnartólin sem allir alvöru rokkpabbar eiga eru gripin, smellt í græjurnar og sett á hausinn. Þarnæst er ýtt á play, hækkað með miklum látum og valið sérlega gott lag.
Í dag mæli ég sérstaklega með Since I've been loving you með Led Zeppelin og Lilac Wine með Jeff Buckley.
Ekki spillir fyrir að Since I've been loving you, sem og flest Zeppelin lögin, eru þónokkrar mínútur og því er pásan ágætlega löng.
Þetta er skothelt.
Í dag mæli ég sérstaklega með Since I've been loving you með Led Zeppelin og Lilac Wine með Jeff Buckley.
Ekki spillir fyrir að Since I've been loving you, sem og flest Zeppelin lögin, eru þónokkrar mínútur og því er pásan ágætlega löng.
Þetta er skothelt.