mánudagur, desember 17, 2007

Þegar ég vaknaði í morgun var ekkert koddaver á koddanum mínum. Ég hef ekki hugmynd um hvað gerðist en það lá voða pent ofan á sænginni minni. Það hlýtur þó eitthvað að hafa gengið á því það er svolítið vesen að reisa sig upp, taka koddaverið af koddanum, leggja það á sængina svona líka pent og leggjast svo aftur á koddann, fyrir utan náttúrulega þá ákvörðun að gera þetta. Ég hlýt líka að hafa gert þetta mjög hljóðlega og án alls brussugangs því rúmdeilari minn var alveg jafn hissa og ég á koddaverslausa koddanum í morgun.

Já krakkar mínir... Það er oft gaman í draumalandinu.