fimmtudagur, mars 31, 2005

Fórnarlamb manns með andstæðuna við gráa fiðringinn.. Hvað heitir það?

Ég var að skoða batman.is um daginn. Það er alltaf ánægjulegt. Í þetta skiptið var þar linkur sem hét eitthvað á þessa leið: Lindsey Lohan talar inn á talhólfið hjá Paris Hilton, rosalegt. Við hliðina á stóð að maður yrði að hækka vel til að heyra þetta. Athygli minni var náð, ég játa það að ég er alltaf til í að heyra smá slúður þó svo að ég vilji auðvitað virða einkalíf annarra.
Ég smellti á linkinn, hækkaði í tölvunni og hlustaði. Þetta var afar ómerkilegt, ,,Lindsey Lohan" var að segja frá einhverjum gaur með stórt typpi... Ég lá með eyrað alveg upp við hátalarann og þá allt í einu heyrist klikkað hátt úr tölvunni: I'M WATCHING GAY PORN, I'M WATCHING GAY PORN, I'M WATCHING GAY PORN...." Litla hjartað mitt dó næstum því úr hræðslu. Þegar ég leit á skjáinn stóð með rauðum stöfum: ,,You've been punk'd!"

Hahaha...