Klukkklukkklukk
Ég er hlýðin stúlka sem les bloggið hennar Dagbjartar við og við. Ég rak augun í það að hún hafði klukkað alla á linkalistanum sínum. Róleg á því Dagbjört.. Þú veist.. En þar sem ég er svona hlýðin, þá bara læt ég klukkast.
1. Ég fer alltaf að gráta þegar það fæðist barn í bíómyndum. Veit ekki af hverju, bara veit það ekki.
2. Ég hef lært á fiðlu, gítar, klarinett, blokkflautu og víólu... Og núna langar mig að læra á selló. Ég er hægt og hægt að reyna að finna mér hljóðfærið mitt en þetta er nú orðið svolítið þreytt.
3. Ég get hrætt sjálfa mig svo mikið að stundum stekk ég af gólfinu og upp í rúm, því það gæti verið einhver/eitthvað undir því.
4. Þegar ég er að skrifa með skrúfblýanti og blýið klárast ofan í járnið fremst og ég sarga járninu óvart ofan í blaðið, fæ ég hroll sem endist allan daginn. Ég fæ meir að segja ógeðshroll við að hugsa um það.
5. Þegar ég les Harry Potter bækurnar langar mig stundum að vera nemandi í Hogwarts. Jebb...
Þetta var mitt klukk. Nú ætla ég að klukka Unu, Ragnheiði, Önund, Kára og Elínu Lóu. Ég er svo hlýðin að ég klukka fimm manns fyrir fimm staðreyndir.
1. Ég fer alltaf að gráta þegar það fæðist barn í bíómyndum. Veit ekki af hverju, bara veit það ekki.
2. Ég hef lært á fiðlu, gítar, klarinett, blokkflautu og víólu... Og núna langar mig að læra á selló. Ég er hægt og hægt að reyna að finna mér hljóðfærið mitt en þetta er nú orðið svolítið þreytt.
3. Ég get hrætt sjálfa mig svo mikið að stundum stekk ég af gólfinu og upp í rúm, því það gæti verið einhver/eitthvað undir því.
4. Þegar ég er að skrifa með skrúfblýanti og blýið klárast ofan í járnið fremst og ég sarga járninu óvart ofan í blaðið, fæ ég hroll sem endist allan daginn. Ég fæ meir að segja ógeðshroll við að hugsa um það.
5. Þegar ég les Harry Potter bækurnar langar mig stundum að vera nemandi í Hogwarts. Jebb...
Þetta var mitt klukk. Nú ætla ég að klukka Unu, Ragnheiði, Önund, Kára og Elínu Lóu. Ég er svo hlýðin að ég klukka fimm manns fyrir fimm staðreyndir.