miðvikudagur, september 07, 2005

Ég hef þrennt að segja

1. Ég var að horfa á Americas next top model. Ég er búin að finna mér þátttakenda til að halda með. Ég lýsi því hér með yfir að Naima, móhíkanastelpan, muni vinna. Ef ekki... Þá bara er ég bjáni. Og hún ömurleg.

2. Á mánudaginn missti ég ipodinn minn næstum því ofan í skúringafötu. Ég held að hjartað mitt hafi misst úr slag. ipodinn minn er búinn að vera minn bestasti besti vinur í sumar og mun vera það áfram því hann styttir mér langar stundir í strætó á leiðinni út á Kjalarnes. Ég fæ ennþá illt í magann þegar ég hugsa um hvað hefði getað gerst.

3. Ég sofnaði klukkan hálfníu í gærkvöldi, óvart reyndar, og vaknaði ekki aftur fyrr en á miðnætti. Þá var mamma að segja eitthvað við mig en ég get ómögulega munað hvað það var. Ég vaknaði næst klukkan fjögur, ennþá í öllum fötunum. Þá fór ég að tannbursta mig og háttaði mig og fór undir sæng. Þá fann ég að ég var öll ísköld, mér var ekki kalt, var í lopapeysu og svoleiðis, en húðin mín var öll ísköld. Greinilegt að líkamsstarfsemin er hæg á nóttunni... Þar sannreyndi ég það! Fór svo aftur að sofa og vaknaði klukkan átta. Ég svaf semsagt í 11 og hálfan tíma í nótt. Það var skrýtið.