Stöff sem er gott
Ég las gagnrýni í Fréttablaðinu um daginn. Gagnrýnd var plata Roisin nokkurrar Murphy, Ruby blue. Leist mér ekki illa á umfjöllunina og ákvað að hala niður nokkrum lögum til að heyra í telpunni. Og fjandakornið hvað þetta er flott! Tónlistin hennar er einhverskonar skipulagður hrærigrautur af tónlistarstefnum; jazz, popp, rokk og raf. Takturinn er svo mikill að allar mínar tær vilja dansa. Oh, þetta er geðveikt gott stöff.