Ég fór í gönguferð áðan með mömmu og Bryndísi. Við löbbuðum í kringum hverfið og niður í Álafosskvos og þar gengum við framhjá hóp af konum. Ég og Bryndís litum báðar í einu á konurnar og strax af þeim, eins og maður gerir, og sprungum svo báðar úr hlátri. Þetta voru gömlu grunnskólakennararnir mínir. Þarna var Kolbrún sem kenndi mér í 6 ár, Guðrún sem kenndi mér íslensku, Hildur sem kenndi mér líka íslensku og Lára sem kenndi líffræði. Það kom mér á óvart en Guðrún þekkti mig strax, bara á því að ég leit á hana. Þær heilsuðu mér og svo kom svaka þögn. Hvað á maður að segja? Kannski: Hvað segiði gott? Uuuu... Eða: Hvernig er í vinnunni? Alveg eins... Þetta var plebbalegt. En loksins gátu þær spurt mig að einhverju, sem bjargaði þessu alveg.
Þetta var plebbasaga. Þriðjudagar eru svo leiðinlegir.
Þetta var plebbasaga. Þriðjudagar eru svo leiðinlegir.