þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Ég fór í gönguferð áðan með mömmu og Bryndísi. Við löbbuðum í kringum hverfið og niður í Álafosskvos og þar gengum við framhjá hóp af konum. Ég og Bryndís litum báðar í einu á konurnar og strax af þeim, eins og maður gerir, og sprungum svo báðar úr hlátri. Þetta voru gömlu grunnskólakennararnir mínir. Þarna var Kolbrún sem kenndi mér í 6 ár, Guðrún sem kenndi mér íslensku, Hildur sem kenndi mér líka íslensku og Lára sem kenndi líffræði. Það kom mér á óvart en Guðrún þekkti mig strax, bara á því að ég leit á hana. Þær heilsuðu mér og svo kom svaka þögn. Hvað á maður að segja? Kannski: Hvað segiði gott? Uuuu... Eða: Hvernig er í vinnunni? Alveg eins... Þetta var plebbalegt. En loksins gátu þær spurt mig að einhverju, sem bjargaði þessu alveg.

Þetta var plebbasaga. Þriðjudagar eru svo leiðinlegir.