sunnudagur, ágúst 21, 2005

Oó...

Hver segir að sunnudagar séu leiðinlegir og tíðindalitlir? Venjulega geri ég það en ekki í dag. Því í dag ákvað ég næstum því að skipta um lýðháskóla. Ég er búin að sækja um og komast inn í Ry höjskole sem ég held að sé á milli Árósa og Himnafjallsins ógurlega.
Ástæðurnar fyrir þessum breytingum eru þónokkrar;

Í fyrsta lagi er þessi skóli þónokkuð mikið ódýrari, það munar alveg 70000 kr og þó dvel ég í lengri tíma, það er 23 vikur í stað 20.
Í öðru lagi virkar þessi skóli einhvern veginn betur á mig. Hann virðist vera vinalegri og danskari á allan hátt.
Í þriðja lagi finnst mér kostur að vera ekki of nálægt Kaupmannahöfn því mér var sagt að Kaupmannahafnarbúar væru gjarnir á að fara í skóla mjög nálægt Köben og væru því kannski ekki í skólanum um helgar sem er stór galli fyrir mig. Auk þess langar mig að kynnast Danmörku utan Kaupmannahafnar.
Í fjórða lagi er meðalaldur nemenda hærri, það er 22 ára, sem hentar mér betur því ég verð jú að verða 21 þegar á dvöl minni stendur. Ég hef líka alltaf fúnkerað betur með aðeins eldra fólki.
Í fimmta lagi eru fögin aðeins andlegri í þessum skóla og hver hefur ekki gott af því??
Í sjötta lagi er þessi skóli stórkostlega fallegur og umhverfið alveg magnað.

Svona mætti náttúrulega lengi telja. Ég er spennt!

Fyrir áhugasama!