laugardagur, september 10, 2005

Ég bara verð...

... að segja frá stelpu sem ég heyrði af um daginn.
Þannig var það að 6.bekkingur nokkur, ég reyndar veit ekki hver það var, var á gangi í MR nokkrum dögum fyrir busun og heyrði á tal nokkurra 3. bekkinga. Þeir voru að tala um Gaudeamus og voru að hafa áhyggjur af því að geta ekki lært lagið og allt þetta venjulega sem busar tala um rétt fyrir busun. En þá segir ein stelpan: ,,Sko þetta lag... Það er sko stolið.... Úr KB-banka auglýsingunni!"

Ég sver það, ég var ekki svona vitlaus þegar ég var 16 ára.

Ég var að horfa á Napoleon Dynamite áðan. Sjitt hvað hún var megafyndin. Ég er engin æstur aðdáandi grínmynda en þetta... var bara snilld.