Sá danski...
Ég ákvað eftir nokkra umhugsun að það væri ekki asnalegt að segja fólki að ég væri byrjuð á danska kúrnum, þetta er eftir allt saman bara hollari matur, fituminna fæði og enginn sykur. Ég hef aldrei ætlað mér að verða neitt fanatísk í þessu mataræði og er það heldur ekki. Ég fékk mér til dæmis smá nammi á laugardaginn var og er jafnvel að spá í að fá mér bjór á morgun, þó það megi ekki. Brauðið mitt hefur alveg verið 32 gr. þó það eigi að vera 30 gr. o.s.frv.... þið vitið. En viti menn, eftir eina viku af þessu breytta mataræði er fokið 1,4 kg! Það krefst smá monts og fær smá mont.
Ég hef sagt það áður og segi það enn: Danmörk er kúl!
Ég hef sagt það áður og segi það enn: Danmörk er kúl!