Bílanöldur
Hafandi átt bíl í næstum hálft ár núna er ég búin að kynnast þessu indæla farartæki nokkuð vel. Ég er samt nokkuð viss í minni sök um það að fáir bílar verði jafn oft bensínlausir og minn. Hann er bensínlaus flesta daga og ég virðist aldrei eiga peninga til að taka bensín á hann.
Um daginn var ég svo að keyra heim úr skólanum þegar mjúka bílahljóðið hvarf og við tók drusluhljóð. Nokkrum dögum síðar var ég að keyra í skólann þegar pústið datt svo niður. Ég hringdi í bróður minn bílamanninn og spurði hvað ég ætti að gera því ég veit ekkert hvað á að gera í biluðumbílaaðstæðum. Hann sagði mér að keyra upp í vinnu til hans og hann myndi fixa þetta fyrir mig. Ég lagði af stað á 50 km/klst eftir Vesturlandsveginum með pústið danglandi á eftir mér. Þetta var alveg til að bæta ofan á druslulætin í bílnum. Þegar ég leit baksýnisspegilinn voru eldglæringar á eftir mér, þá fékk brumminn nokkur rokkprik.
Nú er pústið komið undir bílinn aftur. Hins vegar er það ennþá ónýtt, ég skil ekki af hverju svona leiðinleg vandamál geta ekki bara lagað sig sjálf. Ég er alltaf á leiðinni með hann í viðgerð en um leið og ég geri það þá á ég ennþá minni pening til að kaupa bensín sem myndi líklegast þýða það að bíllinn yrði svo bensínlaus að hann kæmist ekki af stað. Jah, eða yrði bensínlaus í miðri Ártúnsbrekku og ég þyrfti að verða ein af þeim sem ég hef hlegið af. Aldrei!
Bíllinn tók svo upp á því um daginn að fara ekki í gang. Einum sólarhring síðar rann hann í gang eins og hann væri jafnvel nýr. Ég í einfeldni minni hélt að þetta væri bara stundarbrjálæði í bílnum en hann endurtók leikinn nokkrum dögum síðar þegar ég var stödd í Kópavoginum. Sem betur fer fór hann í gang nokkrum klukkutímum síðar og hefur ekki gert mér þetta aftur... ennþá.
Með tilkomu nýja auðkennislykilsins er lyklakippan mín orðin að skrímsli. Á lyklakippunni sem er lítil gullugla eru allir hlutirnir stærri en uglan sjálf. Dælulykill, auðkennislykill, bíllykill og húslykill. Kippan er hætt að komast í venjulegan vasa og farin að þurfa sértösku fyrir sig eina.
Að lokum: Helvítis bifreiðagjöld! Hvernig á ég nú að hafa efni á bensíni??!
Um daginn var ég svo að keyra heim úr skólanum þegar mjúka bílahljóðið hvarf og við tók drusluhljóð. Nokkrum dögum síðar var ég að keyra í skólann þegar pústið datt svo niður. Ég hringdi í bróður minn bílamanninn og spurði hvað ég ætti að gera því ég veit ekkert hvað á að gera í biluðumbílaaðstæðum. Hann sagði mér að keyra upp í vinnu til hans og hann myndi fixa þetta fyrir mig. Ég lagði af stað á 50 km/klst eftir Vesturlandsveginum með pústið danglandi á eftir mér. Þetta var alveg til að bæta ofan á druslulætin í bílnum. Þegar ég leit baksýnisspegilinn voru eldglæringar á eftir mér, þá fékk brumminn nokkur rokkprik.
Nú er pústið komið undir bílinn aftur. Hins vegar er það ennþá ónýtt, ég skil ekki af hverju svona leiðinleg vandamál geta ekki bara lagað sig sjálf. Ég er alltaf á leiðinni með hann í viðgerð en um leið og ég geri það þá á ég ennþá minni pening til að kaupa bensín sem myndi líklegast þýða það að bíllinn yrði svo bensínlaus að hann kæmist ekki af stað. Jah, eða yrði bensínlaus í miðri Ártúnsbrekku og ég þyrfti að verða ein af þeim sem ég hef hlegið af. Aldrei!
Bíllinn tók svo upp á því um daginn að fara ekki í gang. Einum sólarhring síðar rann hann í gang eins og hann væri jafnvel nýr. Ég í einfeldni minni hélt að þetta væri bara stundarbrjálæði í bílnum en hann endurtók leikinn nokkrum dögum síðar þegar ég var stödd í Kópavoginum. Sem betur fer fór hann í gang nokkrum klukkutímum síðar og hefur ekki gert mér þetta aftur... ennþá.
Með tilkomu nýja auðkennislykilsins er lyklakippan mín orðin að skrímsli. Á lyklakippunni sem er lítil gullugla eru allir hlutirnir stærri en uglan sjálf. Dælulykill, auðkennislykill, bíllykill og húslykill. Kippan er hætt að komast í venjulegan vasa og farin að þurfa sértösku fyrir sig eina.
Að lokum: Helvítis bifreiðagjöld! Hvernig á ég nú að hafa efni á bensíni??!