miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Bíddu...

Þjóðarbókhlaðan hefur í gegnum tíðina kvartað undan miklum fjárskorti og sýnt hann í verki með til dæmis styttum opnunartíma. Um daginn var ég inni á klósetti í þessu húsi fjörsins þegar ég rak augun í ruslatunnuna sem er þar inni. Ef mér skjátlast ekki þá er svona alveg eins ruslatunna inni á öllum baðherbergjunum, sem eru hvað... að minnsta kosti 6 á fjórðu hæðinni, líklega jafnmörg á þriðju og svo einhver stykki á annarri. Svona ruslatunna, af gerðinni VIPP, kostar 17.000 kr. í Kokku á Laugaveginum. Þetta veit ég af eigin reynslu þar sem móðir mín skoðaði svona um daginn að mér viðstaddri.

Vott ðe fökk?