Mér er illt af illsku heimsins eftir að hafa verið látin horfa á myndina Tesis fyrir málnotkunartíma í gær og ég tala nú ekki um eftir að hafa horft á Road to Guantanamó og fengið að heyra svör við spurningum áhorfenda frá fórnarlömbunum sjálfum. Ææææ, hvað fólk getur verið vont við hvert annað. Eigum við alltaf að vera góð við hvert annað?? Aldrei að senda hvert annað í fangabúðir eða myrða hvert annað fyrir framan myndavél... Þú veist, bara svona svo þetta sé á hreinu, svo ég geti sofið í nótt.