föstudagur, janúar 20, 2006

Hej Island!

Thad er fríhelgi í skólanum svo flestir Danirnir eru farnir heim. Thad eru thó nokkrir Danir eftir, vid Íslendingarnir og Ungverjarnir svo ég er ekki alveg alein í heiminum. Vikan er búin ad fljúga áfram med fullt af skemmtilegum tímum. Ég vissi ekki ad thad væri hægt ad fara í svona marga skemmtilega tíma í skóla. Mánudagurinn og thridjudagurinn fóru ad mestu leyti í leiklist. Kennararnir eru stórkostlegir og tímarnir ofbodslega fyndnir og skemmtilegir. Mér reyndar tókst ad misskilja eitt verkefnid pínu og bjó til fáránlegan karakter. Átti ad leika svanaveidara og bjó til karakter sem sá svani alls stadar og var alltaf ad drepa ímyndada svani og lama thá med sérstöku hljódi sem hann hafdi búid til. Ég var fyrst ad sýna afraksturinn af karakterbyggingunni og kennarinn horfdi á mig eins og ég væri... heimsk. Nei, kannski ekki alveg. En allavega spes. Svo komu hinir svanaveidararnir og their höfdu engin hljód og enga ímyndada svani. Thá leid mér eins og asna en svo hugsadi ég med mér ad ég hlyti thá ad vera svona allsvakalega frjó í höfdinu og thá leid mér betur. Alltaf gaman ad gera sig ad fífli!
Svo á midvikudaginn fór ég í dönsku og eftir tímann kom kennarinn til mín og spurdi mig hvort ég hefdi í alvöru not fyrir thetta, henni sýndist mér leidast svo. Úps. Ég sagdi ad mér leiddist og thetta væri of audvelt fyrir mig og fékk strax ad skipta um tíma. Á mánudaginn fer ég í stomp tíma. Og ég hlakka til. Fyndid ad thegar ég byrja í stompinu thá er ég í öllum mögulegum tímum hjá tónlistarkennaranum: Bandhit, Stompi, og kór. Kennarasleikjan Anna. Ég spiladi á trommur í lagi dagsins í tónlistartíma og thad var rosa gaman. Ég hélt ég myndi ekki ná thví fyrst en svo kom thetta allt med æfingunni... Thad gerist nefnilega stundum eitthvad thegar madur æfir sig, ég tharf ad taka thad til greina í víólunáminu!
Svo er thad keramiktíminn. Thad er mesta nostrid og rólegustu tímarnir. Sem er voda notalegt í bland vid hitt. Vid mótudum bolla í sídasta tíma og beina hluti í dag. Ég veit reyndar ekki hvernig ég á ad geta tekid thetta allt med mér heim en thad er seinna tíma vandamál.

Mér gengur ágætlega ad hafa herbergisfélaga en ég held samt ad ég muni vera í einstaklingsherbergi á seinna tímabilinu. Herbergisfélaginn minn fer heim um helgar svo ég er í einstaklingsherbergi um helgar og er búin ad fá smjörthefinn af thví hvad thad er thægilegt. Hún hættir í byrjun mars svo kannski fæ ég ekki annan herbergisfélaga og tharf ekki ad hafa áhyggjur af thví meir en ef ég á ad fá nýjan herbergisfélaga thá skipti ég í einstaklingsherbergi. Ég hef ekki yfir neinu ad kvarta, Tina er mjög fín stelpa en hún er alltaf sofnud um hálfellefu, kannski ellefu og mér finnst ég dóni ef ég vil hafa ljósid kveikt og lesa. Thetta er svona... Alltaf tharf madur ad taka tillit til annarra.

Ég er annars búin ad vera dugleg ad lesa sídan ég kom út. Búin med Fólkid í kjallaranum og fannst hún gód. Núna er ég ad lesa Sjálfstætt fólk og finnst hún frábær. Mér finnst reyndar Bjartur vitlaus og ég á oft erfitt med hann. Frábær persóna engu ad sídur. Ég er thó ekki búin med hana en rúmlega hálfnud svo ég er eitthvad dómbær en ekki fullkomlega.

Ætla til Århus á morgun ad reyna ad sjá meira af bænum og kannski eitthvad af Strøget líka, hver veit. Hér er allt á kafi í snjó en byrjad ad rigna núna svo tærnar mínar eru ennthá meira eins og ísklumpar thví nú eru thær blautar. Vona ad thad sé ekki snjór í Århus thar sem vid ætlum ad labba.

Vi ses.