þriðjudagur, september 13, 2005

Ferðaplan 2

Mér finnst mjög fyndið að síðan ég bloggaði um ferðaplön vetrarins fyrir ekki svo löngu síðan þá hafa þau breyst algjörlega. Þau eru ennþá á dagskrá en áfangastaðirnir eru aðrir. Þetta byrjaði þannig að ég ákvað að breyta um lýðháskóla eins og dyggum lesendum þessa bloggs er kannski kunnugt um.
Nokkrum dögum eftir það var ég að lesa Lonely planet bókina mína um S-Ameríku og komst þá að því að á þeim tíma sem við Sigrún ætluðum að vera þar er regntími. Við hugsuðum þetta, lásum aðeins meira og hugsuðum ennþá meira og komumst svo að þeirri niðurstöðu að við nenntum því eiginlega ekki. Regntími í S-Ameríku þýðir nefnilega, samkvæmt bókinni, að vegir liðist í sundur og að samgöngur liggi mikið niðri. Það fannst okkur ekki sniðugt því við ætluðum að vera svo stutt.
Núna erum við búnar að panta flug til New York 13. nóvember og þaðan fljúgum við til Montego Bay á Jamaica. Planið er að fara svo frá Jamaica til Kúbu en hvernig það verður er ennþá erfitt að segja því Kúba er... erfið. Það er nær ómögulegt að komast til Kúbu frá Bandaríkjunum, og þar af leiðandi frá Jamaica þar sem það tilheyrir N-Ameríku. Það virðist þó vera hægt að komast til Kúbu með mjög stuttum fyrirvara en það hefur hingað til engan árangur borið að finna flug með þessum fyrirvara. Bátar semsagt sigla ekki til Kúbu... Þetta er eins og annar heimur, sérstaklega þar sem það eru bara 150 km á milli Jamaica og Kúbu.
Nú, ef við komumst svo ekki til Kúbu, þá bara förum við til Bahamas í staðinn. Nú er stærsta málið að gera sig bikíníhæfan, goddamn.
Á leiðinni heim ætlum við svo að vera 5 nætur í New York. Þar ætlum við að fara á skauta í Rockefeller Center og annað sem alvöru túrista gera. Svo komum við heim 19. desember.

27. október er ég svo að fara með Ómari, foreldrum hans og Eykt ehf. til Búdapest. Og ég hlakka mikið til.

Nú er þetta semsagt komið á hreint, flugið komið og þessháttar smotterí, ekki verður aftur snúið. Nú get ég farið að snúa mér að merkilegri hlutum; að hlakka til.