fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Sögustund í vinnunni

Í gær var ég inni með yngstu börnin fyrir hádegi. Öll hin börnin voru úti í rokinu en yngstu börnin áttu án gríns á hættu að fjúka, það er sko stundum hvasst á Kjalarnesi.
Ég settist niður með þeim, eða réttara sagt settist ég niður og þau klifruðu einhvernveginn upp á mig, og byrjaði að lesa með þeim bók. Þegar ég var búin að ,,lesa" nokkrar blaðsíður fór ég að spá í hvað ég væri eiginlega að segja við þau um þessa bók. Þetta hljómaði einhvernveginn svona:

Ég: ,,Vá, er þetta hoho?? Íhíhíhíhí.. (hestahljóð..)"
Þau: ,,Hehe, íhíhíhíhí..."
Ég: ,,Og vá, sjáiði bíbí líka?? Og brabra með honum!"
Þau: ,,Bíbí, brabra, bíbí... Hahaha!"
Ég: ,,Og hvern sjá þau þarna?? Er þetta mumu?"
Þau: ,,Muuuuuuuuuuu"
Ég: ,,Og þá er bókin búin."

Og þeim fannst þetta svo skemmtileg saga. Mér líka!