Nu skal vi planlægge et år
Jæja, þá eru plön næsta árs komin nokkurn veginn á hreint. Mikið er ég fegin því.
Ég er nú búin að skrá mig í Krogerup höjskole sem er lýðháskóli rétt norðan við Kaupmannahöfn. Þar byrja ég 8. janúar og dvelst í 20 vikur. Þegar því tímabili lýkur er boðið upp á ferð til Kína í 19 daga. Ef fjárhagurinn leyfir er aldrei að vita hvort ég muni standa á Torgi hins himneska friðar eftir tæpt ár.
Fyrir þennan vonandi skemmtilega tíma mun ég þó eyða um það bil mánuði í Suður Ameríku þar sem stefnan er tekin á Perú, Chile, Argentínu og Bólivíu. Hugsanlega verður lagt af stað 14. nóvember, ennþá á þó eftir að panta flug en eitt er þó víst; millilent verður í New York bæði á leiðinni út og heim og verða 2-3 dagar teknir í að skoða New York í heimleiðinni. Það verður ekki leiðinlegt að upplifa jólastemmara í þessari líka borg.
Jólunum verður aftur á móti eytt í faðmi fjölskyldunnar eins og venjulega. Það verður æri æðislegt.
Mikið er ég sátt við þessi plön. Nú er bara að sjá hvort þetta standist allt saman.
Ég er nú búin að skrá mig í Krogerup höjskole sem er lýðháskóli rétt norðan við Kaupmannahöfn. Þar byrja ég 8. janúar og dvelst í 20 vikur. Þegar því tímabili lýkur er boðið upp á ferð til Kína í 19 daga. Ef fjárhagurinn leyfir er aldrei að vita hvort ég muni standa á Torgi hins himneska friðar eftir tæpt ár.
Fyrir þennan vonandi skemmtilega tíma mun ég þó eyða um það bil mánuði í Suður Ameríku þar sem stefnan er tekin á Perú, Chile, Argentínu og Bólivíu. Hugsanlega verður lagt af stað 14. nóvember, ennþá á þó eftir að panta flug en eitt er þó víst; millilent verður í New York bæði á leiðinni út og heim og verða 2-3 dagar teknir í að skoða New York í heimleiðinni. Það verður ekki leiðinlegt að upplifa jólastemmara í þessari líka borg.
Jólunum verður aftur á móti eytt í faðmi fjölskyldunnar eins og venjulega. Það verður æri æðislegt.
Mikið er ég sátt við þessi plön. Nú er bara að sjá hvort þetta standist allt saman.