Ég fékk rör í vinstra eyrað í dag. Alveg eins og litlu börnin. Ég var deyfð með kremi sem var spýtt inn í eyrað á mér úr eins konar sprautu. Deyfingin virkaði hins vegar ekkert geypilega vel því mér fannst ég finna fyrir öllu sem læknirinn gerði. Einum of vel meir að segja. Eftir að ég var búin að segja ÁI!! nokkrum sinnum og var byrjuð að gráta af sársauka sagði læknirinn: ,,Hmm, ég er kannski að nota of stóra töng. Ég er búinn að vera að rekast í hlustina á þér og þess vegna er þetta svona vont." Mér stökk ekki stórt bros.
Núna hins vegar ætti ég að geta tekist á við næstum hvað sem er hvað þrýstingsmálin snertir. Ég ætla að njóta þess að fljúga til Búdapest eftir rúma viku og vona að hljóðhimnan sleppi því að springa í það skiptið. Hlutinn fyrir heildina krakkar mínir!!
Ég var að lesa Séð og heyrt frá 2003 á biðstofunni á Háls, nef og eyrnadeildinni (hvað er málið með gömul tímarit og læknabiðstofur?) og þar var minnst a Paris Hilton. Og hún var kölluð sukkpadda. Og ég hló upphátt.
Núna hins vegar ætti ég að geta tekist á við næstum hvað sem er hvað þrýstingsmálin snertir. Ég ætla að njóta þess að fljúga til Búdapest eftir rúma viku og vona að hljóðhimnan sleppi því að springa í það skiptið. Hlutinn fyrir heildina krakkar mínir!!
Ég var að lesa Séð og heyrt frá 2003 á biðstofunni á Háls, nef og eyrnadeildinni (hvað er málið með gömul tímarit og læknabiðstofur?) og þar var minnst a Paris Hilton. Og hún var kölluð sukkpadda. Og ég hló upphátt.