Babb í bátinn
Nú styttist óðum í brottför til Jamaica og við Sigrún lesum Lonely planet eins og aðrir lesa myndasögur... Já. EN... Ég er hrædd. Díses hvað karlmenn geta verið miklir asnalabbar. Konur semsagt eru afar eftirsóknarverð fórnarlömb allskyns glæpa þarna úti, í bókinni er alltaf talað um að fólk eigi að fara varlega en konur... þær þurfi að fara miklu miklu varlegar en karlmenn. Nauðganir eru algengar, einni konu var nauðgað af öryggisverði sem hún leitaði til, vopnuð rán, mannrán og morð er brot af því sem minnst er á í bókinni. Kona sem dvaldi í læstu herbergi í ferðamannabænum Negril er talin af en hún hvarf árið 2000. Kona var drepin af krókódíl 2001, nú þarf maður að fara að passa sig á dýrunum líka því þau vita greinilega hvað þau eru að gera. Nauðgunarlyf á börum færast í aukana og svo framvegis og svo framvegis. Einnig er tekið fram að kakkalakkarnir eru skrímsli. Ekki hættuleg skrímsli en skrímsli samt sem áður. Ég er næstum því jafn hrædd við þá og ógeðsmennina.
Okkur flaug í hug að auglýsa eftir karlkyns ferðafélaga til að létta okkur lífið en Sigrún heldur að sá yrði morðingi eða eitthvað þannig. Því datt okkur í hug að auglýsa óbeint hér hvort einhvern stæðilegan karlmann langaði ekki að pæla í að skreppa til Jamaica og Kúbu í nokkrar vikur?
Duggudugg.. Báturinn siglir þrátt fyrir babb.
Okkur flaug í hug að auglýsa eftir karlkyns ferðafélaga til að létta okkur lífið en Sigrún heldur að sá yrði morðingi eða eitthvað þannig. Því datt okkur í hug að auglýsa óbeint hér hvort einhvern stæðilegan karlmann langaði ekki að pæla í að skreppa til Jamaica og Kúbu í nokkrar vikur?
Duggudugg.. Báturinn siglir þrátt fyrir babb.