miðvikudagur, nóvember 21, 2007

Rétt í þessu æpti ég upp yfir mig með miklum fögnuði JEEESSSS!!! Bryndís systir kemur hlaupandi fram og spyr: "Hvað, HVAÐ???"
"Ha.. hmm... æ.. hérna, ekkert neitt sérstakt... Mér bara tókst að finna síðasta orðið í krossgátu sunnudagsmoggans... hehemm... "

Ritstíflunnar gætir semsagt bara þar sem hennar er ekki þörf. Orðið gálgamatur hins vegar rennur upp fyrir mér eins og sólin á sumardegi. Seisei.