sunnudagur, júlí 22, 2007

22, 22.07.07

Í dag á ég afmæli. Ég er 22 ára. Það er alltaf að gaman að eiga afmæli en sérstaklega er það skemmtilegt í dag því ég er 22 þann 22.07.07 sem er afar flott dagsetning í stíl við aldurstöluna. Ég mætti í mitt eigið afmæliskaffi síðust allra gesta, það á náttúrulega að láta afmælisbarnið vita af afmælisboðinu, annars getur þetta endað svona!

Partýið í Heiðmörk heppnaðist vel og fagurlega myndskreytta rútan vakti mikinn fögnuð hvala og manna. Heiðmörkin klikkar ekki... Með mojito í kassa og Kubb í poka getur fátt klikkað.

Ég tek glöð á móti kommentum um ánægju ykkar með það hversu gömul ég er orðin ;)