þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Öfugsnúið

Ég mætti í vinnuna klukkan 23:30 í gærkvöldi. Kolniðamyrkur úti. Var búin í vinnunni klukkan 8:00 í morgun. Ennþá var kolniðamyrkur og á heilum vinnudegi fékk ég ekki að líta dagsljós. Svo fór ég heim að sofa og þegar ég vaknaði klukkan 15:30 var byrjað að skyggja. Þá leið mér líka eins og það væri miðvikudagur og er ennþá að rembast við að fatta að það sé þriðjudagur. Ég kynntist lífi moldvörpunnar í nótt. Einkar öfugsnúið allt saman.