laugardagur, október 07, 2006

Jibbíkóla!!!

Móðir mín elskuleg sendi mér rafpóst nokkurn fyrir þremur dögum síðan. Hann innihélt tilboð um ferð til Kaupmannahafnar á megatilboði. Hún titlaði póstinn: "Hæ, sendi þetta að gamni." Nú varð gamanið sko mikið því ég pantaði mér bara ferð til kóngsins Köben þann 2. nóvember! Þar verður einmitt julefrokost með lýðháskólakrökkunum 4. nóvember svo ég er einmitt að fara á réttum tíma. Ég fæ fría gistingu hjá Louise og þetta verður svo gaman!! Ég get varla setið kyrr fyrir spenningi. Best að iða þá bara í allt kvöld og fara að fá mér bjór!

Ííííí, ég er svo glöð!!

P.s. Ég afsaka ofnotkun upphrópunarmerkja. Mér fannst setningarnar bara annars ekki vera nógu... upphrópaðar. Og broskallar eru asnalegir... Æ, þetta er fínt.