þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Lok lok og læs

Ég hef ekkert að blogga um. Búið spil. Lok lok og læs.

Svona er lífið mitt spennandi þessa dagana.

Verslunarmannahelgin var reyndar alveg fráááábær.

Ég fór í göngutúr áðan og það var byrjað að rökkva og ég var svo hissa á að nóttin væri ekki lengur björt. Nú er ég að fara á næturvakt og ég er þreytt. Vænn kaffibolli bjargar nú mörgu... Og svo er jú Rockstar á eftir og ég fæ að vera ein af þeim fáu sem verða hreinlega að vaka og horfa á það. Jess, ég get ekki beðið.

Vottar fyrir biturð í þessari færslu sem fjallar ekki um neitt? Nei aldrei.

Ég held ég sleppi því að blogga meira þangað til ég hef eitthvað að blogga um. Búið spil segi ég.