Sjálfskaparvíti
Þegar ég er að skúra er ég yfirleitt með iPodinn í eyrunum. Það er svo gaman. Síðast þegar ég fór að skúra þá datt eitt eyrnadæmið úr eyranu mínu og ég setti það aftur inn í eyrað. Ég áttaði mig hins vegar ekki á því að ég var með blauta gúmmíhanska á höndunum og bleytti ég eyrnadæmið svo mikið að ég varð sjálfri mér úti um wet willy. Ég haaata wet willy.