miðvikudagur, maí 04, 2005

Skólablaðið...

..kom út í dag. Það var skrýtið að fá gripinn í hendurnar eftir alla þessa vinnu. Það var líka skrýtið að horfa á fólkið lesa það sem við skrifuðum, prófarkalásum og löguðum. Það var samt mjög mjög mjög gaman og ég held ég geti sagt að ritnefndin hafi öll verið afar sátt við árangurinn. Þetta var löng ferð en leiðarenda er loksins náð. Nú er bara eftir að rukka... Heh.
Það var gaman að fá hrós. Ennþá höfum við ekki fengið neikvæð viðbrögð sem er gott. Yngvi stoppaði mig tvisvar á ganginum til að óska okkur til hamingju með þetta glæsilega blað. Hann sagði að loksins væri þetta almennilegt Skólablað. Sagði að þetta væri dúndur og sitthvað fleira. Afar ánægjulegt.
Nú er ég bara forvitin að fá að vita hvað lesendum þessa bloggs finnst um herlegheitin.

Svo var eitt mjög fyndið. Í vetur.. fyrir löngu löngu síðan söfnuðum við vinningum frá hinum og þessum fyrirtækjum til að halda bingó. Aldrei varð neitt úr bingóinu svo við sátum uppi með einnota myndavél og framköllunargjafabréf, prjóna og garn, skiptilykil og gjafabréf á Hornið. Við gáfum vinningana með blöðum í dag. Doddi í 6.B fékk prjónana og var rosalega ánægður með þá. Ég hlakka til að sjá hann með heimaprjónaðan marglitan trefil þegar kólna fer aftur í veðri.


Ég elska að það sé að koma sumar. Ég hata að ég hafi ekki lært neitt í dag. Það var gott veður í dag. Það var góður dagur í dag.