mánudagur, október 22, 2007

Jæja...

Það á bara ekkert að fara að hætta að rigna... Ekki það að ég sé orðin þreytt á þessu... Alls ekki, þetta er ósköp notalegt. Gaman að segja frá því að á vedur.is eru regndropar á öllum dögum út vikuspána. Svona er víst Ísland í dag. Blautt blautt, allt blautt.

Ég held að skýin feli sólina af illgirni.