fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Pirringur

Ég er búin að taka mikið eftir ljótum stafsetningarvillum í dagblöðum undanfarið, meir að segja Morgunblaðinu og á mbl.is sem ég hélt að væru óbrjótandi stafsetningarvillulaus herveldi.
Ljótustu villurnar sem ég hef rekist á, og ég er einhvern veginn alltaf að rekast á þær, eru nýji og lávaxinn. Það á aldrei að að skrifa j á eftir stöfunum ý, ey, æ, g og k sem koma á undan i! (Mætti halda að ég hefði flett upp í stafsetningarorðabók...) Og hvaða orð er lávaxinn?? Óx hann liggjandi??

Dömur mínar og herrar, pirringur dagsins og síðustu daga. Ég fæ nefnilega kjánahroll við að sjá svona villur. Svona er að alast upp í húsi íslenskukennarans...

Nú er ég ýkt hrædd um að það sé stafsetningarvilla í færslunni. Hættulegur leikur, hættulegur leikur.