þriðjudagur, maí 17, 2005

Labbrabb

Hljóðs bið ég allar
helgar kindir,
meiri og minni
mögu Heimdallar.
Viltu að eg, Valföður,
vel fyr telja
forn spjöll fira
þau er fremst um man.


Þetta finnst mér skemmtilegt efni.

Ég kvíði reyndar skuggalega mikið fyrir munnlega stærðfræðiprófinu á mánudaginn en eftir það er ég frjáls eins og fuglinn. Ég mun þá aldrei áður í lífinu hafa verið eins frjáls því næsti vetur verður eintóm gleði og sæla. Ég er meir að segja eiginlega búin að velja skóla en Krogerup hefur allt sem ég var spennt fyrir í hinum skólunum og held ég að hann sé efst á lista. Ég get meir að segja lært á kajak þar og allt!

Ég útskrifast í næstu viku. Haaaa????