þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Ég þoli ekki..

.. þegar fólk kann ekki að nota styttingu á orðunum eitthvað og einhver. Hvernig getið þið (sem eigið það skilið, þið vitið hver þið eruð) notað styttingar sem þið kunnið ekki??! Í dag fékk ég sms: ,,Ég er e-h svo slöpp í dag, ég ætla bara að vera heima". Hvað á þetta h að vera? Hvaða orð endar á h? Nú skal ég bara segja þetta í eitt skipti fyrir öll: Eitthvað endar á ð og því skal stytta orðið eitthvað sem e-ð. Einhver endar á r og því skal stytta það sem: e-r.
Þar hafið þið það og skulið ekki dirfast að senda mér sms með nokkru sem inniheldur e-h aftur.

Sorrí Sigrún..