laugardagur, nóvember 27, 2004

Meira af félagsfræði

Andúð mín á félagsfræði minnkaði ekki í prófinu í dag þegar prófið var í algjöru ósamræmi við skyndipróf og yfirferð efnisins. Það var gaman.
Ég ætla að minnast á annað í bókinni sem mér fannst mjög asnalegt. Þar var verið að tala um menningarkima (þegar fólk hefur önnur viðmið en gengur og gerist í samfélaginu, ó nei!). Þar var sagt að neikvæðir menningarkimar væru til dæmis pönkarar því þeir væru með skrýtið hár og hlustuðu á öðruvísi tónlist.
Þessi félagsfræði er ekkert að kenna manni að virða aðra heldur er hún að reyna að steypa alla í sama formið. Óþolandi helvítis..

En í dag fór ég í Ikea og eyddi þar dágóðum tíma í að ráfa um búðina og leita að góðri bókahillu. Á endanum hætti ég við að kaupa bókahillu og keypti í staðinn risastóran geisladiskastand, þar sem ég get líka geymt dvd myndirnar mínar, og snyrtivöruborð á hjólum. Þegar ég og Ómar vorum búin að púsla þessu saman, frábært við Ikea hvað allt er aulahelt, sexkanturinn fylgir með og allt, tók ég til. Það var gaman. Nú er allt hreint og fínt og því ekkert því til fyrirstöðu að ég geti byrjað að læra fyrir próf.. djö..