Heimsókn til dýralæknisins
Í morgun fór ég með Nóa kisu til dýralæknis. Morguninn byrjaði á því að ég náði í kattabúrið út í bílskúr, var bitin í hendina, tróð kisunni inn í búr og keyrði til dýralæknisins. Mér fannst þessi heimsókn fróðleg. Konan tók Nóa og byrjaði að þreifa á fætinum á honum því hann hafði ekki getað staðið í annan fótinn síðastliðinn sólarhring. Ég hafði aldrei heyrt svona kisuhljóð áður. Hljóðin sem Nói gaf frá sér voru eins og lágt öskur í bland við barnsgrát.. og mjálm. Mjög skrýtið. Þegar dýralæknirinn var búinn að klippa hárin af fætinum á Nóa, sýna mér bitsár og útskýra fyrir mér að hann væri eins og meðalaglas sem lokast eftir að búið er að taka sprautuna úr því, samlíking við tönn í húðinni á honum, sagði hún mér að hann væri með ígerð undir húðinni. Þetta fannst mér merkilegt. ,,Kisi er eins og meðalaglas.." hugsaði ég. Konan lét mig svo hafa sýklalyf sem hún sagði mér að troða eins langt ofan í kok á kisa og ég gæti. Aðferðin við þetta fannst mér einmitt merkileg. Ég átti að taka um kinnarnar á Nóa, opna munninn með því að þrýsta puttunum á kinnarnar og halda rosalega fast þar um. Þetta var gert til þess að hindra að hann loki munninum en ef hann gerir það þá bítur hann bara í sjálfan sig. ,,Sniðugt.." hugsaði ég.
Hjá dýralækninum var svo litla boxer tíkin hennar, Ronja 8 vikna, og hún var svo falleg, sleikti á mér andlitið og reyndi að bíta mig með tveim pínulitlum tönnum. Munnurinn á henni var hálfur hausinn.
Eftir þessa heimsókn til dýralænisins fór ég að velta fyrir mér hvort ég gæti orðið dýralæknir. Ég velti því fyrir mér í allan dag og komst að þeirri niðurstöðu að ég gæti alveg hugsað mér það. Vandamál mitt núna er bara það að ég veit ekkert um námið. Núna óska ég eftir upplýsingum um dýralæknanám frá öllum sem eitthvað vita. Ég bíð spennt.
Hjá dýralækninum var svo litla boxer tíkin hennar, Ronja 8 vikna, og hún var svo falleg, sleikti á mér andlitið og reyndi að bíta mig með tveim pínulitlum tönnum. Munnurinn á henni var hálfur hausinn.
Eftir þessa heimsókn til dýralænisins fór ég að velta fyrir mér hvort ég gæti orðið dýralæknir. Ég velti því fyrir mér í allan dag og komst að þeirri niðurstöðu að ég gæti alveg hugsað mér það. Vandamál mitt núna er bara það að ég veit ekkert um námið. Núna óska ég eftir upplýsingum um dýralæknanám frá öllum sem eitthvað vita. Ég bíð spennt.