Ég..
..hef ákveðið að reyna að gerast bloggari. Ástæðan fyrir þessu er afar einföld, mig langar svo að segja eitt og hef engan annan stað því ekki fer ég að hringja í alla og segja þeim þetta. Mig langar svo að segja þetta því þetta er hluturinn sem hefur farið, að ég held, mest í taugarnar á mér í langan tíma.
Í dagblöðum eru alltaf leikhúsauglýsingar sem sýna sýningartíma, sýningarstað og þess háttar. Á auglýsingunni við leikritið ,,Hinn útvaldi" eftir Gunnar Helgason er mynd af strák með asnalegan hlut, sem mér sýnist vera fjarstýring að playstation, og asnalegt bros, þetta er reyndar einfaldlega asnaleg mynd, afsakið ef ég er að móðga frænda einhvers.. Mér er alveg sama. Þetta er þó ekki það versta við auglýsinguna því á henni stendur: ,,Ef Astrid Lindgren væri á lífi myndi hún skrifa svona leikrit." Undir þetta skrifar svo Rás 2. ÉG ÞOLI EKKI ÞESSA AUGLÝSINGU.
Astrid Lindgren dó fyrir ekki svo löngu síðan, ég grét og klippti út grein um hana. Hún var uppáhaldsrithöfundur minn. Ef hún hefði skrifað sögu um asnalega stráka í tölvuleikjum og með geislasverð þá væri hún ekki uppáhaldsrithöfundur minn. Ég myndi örugglega ekki einu sinni vita hver Astrid Lindgren væri. Hún skrifaði fallegar sögur um falleg börn í Svíþjóð, ævintýri með skrímslum og hetjum, lýsingar á gullfallegum himnaríkjum, sögu um fatlaðan strák sem fór til himna og gat synt, hlaupið og farið á hestbak í fyrsta skipti, um ræningjadóttur sem vildi ekki vera eins og pabbi sinn. Allar sögurnar hennar höfðu boðskap og ég get ekki séð hvernig hægt er að tengja þetta leikrit við sögur eftir sænskan rithöfund sem skrifaði mest um lífið í sveitinni eða í óbyggðum.
Ég bara varð að segja þetta.
Í dagblöðum eru alltaf leikhúsauglýsingar sem sýna sýningartíma, sýningarstað og þess háttar. Á auglýsingunni við leikritið ,,Hinn útvaldi" eftir Gunnar Helgason er mynd af strák með asnalegan hlut, sem mér sýnist vera fjarstýring að playstation, og asnalegt bros, þetta er reyndar einfaldlega asnaleg mynd, afsakið ef ég er að móðga frænda einhvers.. Mér er alveg sama. Þetta er þó ekki það versta við auglýsinguna því á henni stendur: ,,Ef Astrid Lindgren væri á lífi myndi hún skrifa svona leikrit." Undir þetta skrifar svo Rás 2. ÉG ÞOLI EKKI ÞESSA AUGLÝSINGU.
Astrid Lindgren dó fyrir ekki svo löngu síðan, ég grét og klippti út grein um hana. Hún var uppáhaldsrithöfundur minn. Ef hún hefði skrifað sögu um asnalega stráka í tölvuleikjum og með geislasverð þá væri hún ekki uppáhaldsrithöfundur minn. Ég myndi örugglega ekki einu sinni vita hver Astrid Lindgren væri. Hún skrifaði fallegar sögur um falleg börn í Svíþjóð, ævintýri með skrímslum og hetjum, lýsingar á gullfallegum himnaríkjum, sögu um fatlaðan strák sem fór til himna og gat synt, hlaupið og farið á hestbak í fyrsta skipti, um ræningjadóttur sem vildi ekki vera eins og pabbi sinn. Allar sögurnar hennar höfðu boðskap og ég get ekki séð hvernig hægt er að tengja þetta leikrit við sögur eftir sænskan rithöfund sem skrifaði mest um lífið í sveitinni eða í óbyggðum.
Ég bara varð að segja þetta.